Home How to EU/UN Choose country Wall of innovation About us | ||||
Upplýsingar um útboð erlendis
Tenders Electronic Daily (TED), er opinber vefur þar sem birt eru öll útboð á EES yfir viðmiðunarmörkum. Ekkert kostar að nota TED og með því að skrá sig á vefinn er hægt að leita að tækifærum m.a. eftir löndum og atvinnugreinum/vöru/þjónustu. Leitarskilyrðin er síðan hægt að vista og fá sendan tölvupóst þegar ný útboð, sem passa við leitarskilyrðin, eru skráð í grunninn. Hægt er að vera með marga leitarprófíla í gangi í einu, t.d. einn fyrir hvert land eða vöruflokk. Við leitina í TED er mikilvægt að nota ekki of þröng leitarskilyrði því það er nú oft þannig að sá sem skráir útboðið í grunninn er ekki endilega sérfræðingur á því sviði sem útboðið tekur til og alltaf geta orðið mistök.
vefi opinberra stofnana og fyrirtækja
Á þessum vef eru upplýsingar um útboð í þeim löndum sem eiga aðild að verkefninu. Þeim sem vilja skoða útboð í Noregi er bent á vefinn Doffin sem er mikið notaður af íslenskum fyrirtækjum. Fyrirtæki sem hafa áhuga á að selja til alþjóðastofnana ættu að skoða eftirfarnadi vefi:
Sameinuðu þjóðirnar – UN Global Marketplace
NATO ACO (SHAPE): www.acno.nato.int Static Base Support and Operations Support
ACT (SACT): www.act.nato.int
NATO HQ: www.nato.int
NC3A: www.nc3a.nato.int
NAMSA www.namsa.nato.int
NCSA www.ncsa.nato.int
EBRD - http://www.ebrd.com/saf/search.html?type=procurement_notice
Flestir opinberir vefir, sem veita upplýsingar um útboð, bjóða fyrirtækjum að skrá sig á póstlista og fá sendar upplýsingar þegar ný útboð eru birt. Í sumum tilvikum greiða fyrirtæki fyrir þessa þjónustu.
|
||||
|
||||
© Enterprise Europe Network - DanmarkinEurope 2010 |