Vöktun á útboðum – frí reysluáskrift 

 

 

Íslandsstofa býður fyrirtækjum þjónustu við að vakta útboð á EES, í samstarfi við EISC Ltd. í Bretlandi. Til að kynna þjónustuna bjóðum við þriggja mánaða reynsluáskrift án endurgjalds.

 

Skráðu þig á vefnum og gefðu okkur upplýsingar um fyrirtæki þitt og að hvers konar útboðum þú ert að leita. Vikulega færðu svo lista yfir útboð á EES sem uppfylla þín leitarskilyrði.

 

Á þessu þriggja mánaða tímabili getur þú hvenær sem er haft samband við okkur og endurskoðað leitarskilyrðin ef útboðin, sem þú færð send, eru ekki í samræmi við það sem leitað er að.

 

Reynsluáskriftin er án nokkurra skuldbindinga. Ef þú hefur áhuga á að halda samstarfinu áfram eftir að henni lýkur getum við boðið þér að kaupa áskrift.

 

Nánari upplýsingar veitir Erna Björnsdóttir, erna@islandsstofa.is